Beint í efni

Ókeypis - Trúnaður - Alltaf opið

Þú getur hringt í símanúmerið 1717 eða talað gegnum netspjallið ef þú vilt tala við einhvern. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta. Þú getur fengið sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar. Bæði síminn og netspjallið er ókeypis. Þegar þú skráir þig inn á Netspjallið er beðið um nafn eða netfang en þú þarft ekki að gefa upp rétt nafn eða netfang.

Hér eru dæmi um hluti sem þú getur talað um:

 • Ofbeldi
 • Kvíði
 • Þunglyndi
 • Sjálfsvígshugsanir
 • Einmanaleiki
 • Einelti
 • Fíkn
 • Kynlíf
 • Áföll
 • Fjármál
 • Hvað sem er annað

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt. Ef þú talar ekki íslensku geturðu beðið um að fá að tala á ensku eða pólsku.

Þú getur alltaf hringt í 1717. Fullur trúnaður og nafnleynd ríkir.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Samtökin '78

Samtökin '78

Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.