
1717
1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Ókeypis - Trúnaður - Alltaf opið
Þú getur hringt í símanúmerið 1717 eða talað gegnum netspjallið ef þú vilt tala við einhvern. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta. Þú getur fengið sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar. Bæði síminn og netspjallið er ókeypis. Þegar þú skráir þig inn á Netspjallið er beðið um nafn eða netfang en þú þarft ekki að gefa upp rétt nafn eða netfang.
Hér eru dæmi um hluti sem þú getur talað um:
- Ofbeldi
- Kvíði
- Þunglyndi
- Sjálfsvígshugsanir
- Einmanaleiki
- Einelti
- Fíkn
- Kynlíf
- Áföll
- Fjármál
- Hvað sem er annað
Ekkert vandamál er of lítið eða stórt. Ef þú talar ekki íslensku geturðu beðið um að fá að tala á ensku eða pólsku.
Símanúmer
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, English, polski.
Þú getur alltaf hringt í 1717. Fullur trúnaður og nafnleynd ríkir.