Beint í efni

112 aðstoðar í neyð

Hringdu í neyð í 112 eða smelltu á Netspjall 112 til að hefja samtal við neyðarvörð.

Samtal við 1-1-2

Hægt er að hringja í 1-1-2 og hefja netspjall á 112.is eða í gegnum 112 Neyðarlínu appið. Öll samtöl eru afgreidd á sama hátt.
Manneskja að skoða 112 Döff appið í snjallsíma.

112 appið

112 Neyðarlínu appið er hugsað til að flýta fyrir upplýsingagjöf þegar beðið er um aðstoð en hentar líka öllum sem eiga erfitt með að hringja eða lýsa aðstæðum.
Manneskja æfir hjartahnoð á dúkku sem notuð er til að kenna fyrstu hjálp.

Skyndihjálp

Skyndihjálp getur skipt sköpum þegar á reynir. Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð.

Neyðarverðir eru á vaktinni fyrir þig allan sólarhringinn

Neyðarlínan í tölum

Neyðarverðir 112 eru á vakt allan sólarhringinn allt árið um kring. Erindi berast til dæmis gegnum símtöl, döff appið, sms eða netspjall.

Ýmis verkefni eru í gangi hverju sinni. Auk erinda sem kalla út viðbragðsaðila geta það meðal annars verið neyðarboð frá Tetra og SafeTravel eða björgunarsveitar- og almannavarnarverkefni.

 • 0
  Erindi síðustu klukkustund
 • 0
  Verkefni í gangi
 • 0
  Erindi síðasta sólarhring
 • 0
  Erindi á árinu