Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og mansals

Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú talað við ráðgjafa í Bjarkarhlíð. Einnig ef þú telur þig vera hugsanlegan þolanda mansals eða ef þig grunar að þú vitir um einstakling í slíkum aðstæðum. Bjarkarhlíð býður þér alla aðstoð á einum stað óháð kyni, uppruna eða félagslegri stöðu. Til dæmis er þar hægt að ræða við lögreglu, lögfræðinga og önnur samtök sem geta hjálpað. Öll eru velkomin og það kostar ekkert að koma. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.

Bjarkarhlíð er á Bústaðarvegi í Reykjavík. Þar er opið á virkum dögum frá 8:30 til 16:30. Best er að bóka tíma gegnum vefsíðuna þeirra eða með því að hringja í síma 553 3000. Þú getur líka sent þeim tölvupóst.

Bjarkarhlíð hjálpar öllu fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Þar er tekið vel á móti þér

Öll þjónusta á einum stað

Í Bjarkarhlíð geta þolendur ofbeldis geta komið á einn stað og fengið alla þá þjónustu sem þeir þurfa. Þar er hægt að tala við lögreglu, lögfræðinga, ráðgjafa Kvennaathvarfsins og fleiri samtaka. Bjarkarhlíð er fyrir öll 18 ára og eldri af öllum kynjum og er ókeypis.

Meiri aðstoð

Sjá alla aðstoð

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.