Hvað er áreitni á netinu?

Neteinelti og deilingar á myndum í leyfisleysi er ekki í lagi. Það kallast stafrænt ofbeldi þegar ofbeldi er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla. Ef þú lendir í hegðun á netinu sem er ekki í lagi, talaðu þá við einhvern fullorðinn sem þú treystir og fáðu hjálp.

Dæmi um áreitni

  • Að stríða eða leggja einhvern í einelti á netinu af því að hann sé öðruvísi.
  • Að skrifa særandi athugasemdir, til dæmis um útlit annarra.
  • Að deila eða hóta að deila nektarmyndum af öðrum án leyfis.
  • Fá send kynferðislegar myndir eða skilaboð sem þú baðst ekki um.
  • Þegar fullorðin manneskja talar við þig á netinu um kynferðislega hluti.

Hér fyrir neðan eru ráð ef myndum af þér er deilt í leyfisleysi eða þér finnst brotið á þér á netinu. Brotin geta verið misjöfn svo stundum eiga ekki öll ráðin við.

  • Þetta er ekki þín sök. Margt fólk sem lendir í að myndum af þeim sé deilt í leyfisleysi upplifir skömm og að það sé því að kenna. En þú gerðir ekkert rangt, jafnvel þótt þú sendir myndina frá þér. Þú baðst ekki um að lenda í þessari stöðu.
  • Biddu um að eyða myndinni. Ef þetta er einhver sem þú þekkir, biddu viðkomandi um að eyða henni meðan þú sérð til. Ef þú þekkir ekki manneskjuna, skrifaðu til hennar. Segðu frá því að þetta sé ólöglegt og biddu um að myndinni verði eytt.
  • Athugaðu hverjir hafa getað séð myndina. Var henni deilt á síma vinar, í lokaðri grúppu á Facebook eða er hún sýnileg öllum á Instagram? Gúglaðu nafnið þitt til að sjá hvaða upplýsingar um þig eru sýnilegar á netinu.
  • Geymdu sönnunargögn. Ef viðkomandi neitar að eyða efninu þá er gott að taka myndir eða skjáskot af myndum, myndböndum og texta sem tengjast þessu. Þá ertu með sönnunargögn fyrir því sem hefur gerst. Gott er að biðja einhvern fullorðinn eða vini um aðstoð við að safna sönnunargögnum. Hægt er að nota þau til að sanna brotið og tilkynna til samfélagsmiðla eða lögreglu.
  • Tilkynntu til samfélagsmiðla. Myndir geta fljótt dreifst um netið ef ein manneskja deilir þeim á sínum prófíl. Tilkynntu fljótt til samfélagsmiðla um óviðeigandi myndir. Mikilvægt er að útskýra ástæðuna fyrir af hverju eyða eigi myndinni. Það gæti verið að þetta sé brot á þínu persónulega lífi, einhver hafi útbúið falskan prófíl eða að nektarmyndin brjóti gegn reglum samfélagsmiðilsins.
  • Talaðu við einhvern fullorðinn. Það getur verið mjög erfitt eða vandræðalegt að segja öðrum frá. En vandamál verða auðveldari þegar maður segir einhverjum frá þeim upphátt. Þá þarf maður ekki að burðast einn með þau. Þess vegna er mikilvægt að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Það er skylda foreldra þinna að hjálpa þér. Mundu að foreldrar þínir voru líka einu sinni ungir.

Svar við óumbeðinni nektarmynd

Vantar þig svar til að senda til baka þegar einhver sendir þér nektarmynd sem þú baðst ekki um? Eða þegar einhver biður þig að senda nektarmynd af þér? Hér eru hugmyndir að skjáskotum sem þú getur svarað með.

Neteinelti

Hjálpumst að við að stöðva neteinelti með því að kynna okkur hvernig það lítur út og hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft.

Stafrænt kynferðisofbeldi

Stafrænt kynferðisofbeldi er til dæmis að sýna eða dreifa nektarmyndum í leyfisleysi, senda óumbeðnar nektarmyndir og kynferðisleg skilaboð. Það er líka að þrýsta á aðra að senda sér kynferðislegar myndir, til dæmis með því að vilja borga pening fyrir þær, eða nota nektarmyndir til þess að hrella, hóta eða kúga peninga af öðrum.

Viltu tala við einhvern?

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Tæling

Þegar eldri manneskja tælir ungling eða viðkvæma manneskju til kynferðislegra athafna með blekkingu eða gjöfum kallast það tæling. Tæling er ofbeldi og er ólögleg.