Hvernig á að svara þegar einhver sendir eða biður um nektarmynd?

Hefur einhver sent þér kynferðislega mynd af sér sem þú baðst ekki um? Eða beðið þig um að senda kynferðislega mynd af þér en þig langar ekki til þess? Þetta getur verið mjög óþægilegt og erfitt að vita hvernig á að bregðast við.

Mundu bara að það er ekki við þig að sakast. Eitt af því sem þú getur gert er að láta einstaklinginn vita að þetta er stafrænt kynferðisofbeldi og getur verið ólöglegt.

Ertu undir 18 ára?

  • Að senda nektarmynd til einhvers undir 15 ára er ólöglegt.
  • Að óska eftir nektarmynd frá manneskju undir 18 ára er ólöglegt.

Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni

  • Að senda kynferðislega mynd óumbeðið er ólöglegt.
  • Að dreifa kynferðislegri mynd án leyfis er ólöglegt.
  • Að hóta að dreifa kynferðislegri mynd án leyfis er ólöglegt.

Stafrænt kynferðisofbeldi

Það er stafrænt kynferðisofbeldi þegar einhver tekur eða deilir kynferðislegri mynd af þér án leyfis. Það er líka ólöglegt að hóta að deila nektarmynd eða senda nektarmynd af sér óumbeðið.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.