Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú talað við ráðgjafa í Bjarmahlíð. Þar getur þú líka talað við lögreglu og lögfræðinga í þægilegu umhverfi. Öll eru velkomin og það kostar ekkert að koma. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastól þannig að ef þú notar hjólastól þarftu að taka það fram þegar þú bókar tíma. Ráðgjafinn getur þá hitt þig hjá Félagsþjónustu Akureyrarbæjar í Glerárgötu.

Bjarmahlíð er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þar er opið á virkum dögum frá 10 til 14. Best er að bóka tíma gegnum vefsíðuna þeirra eða hringja í síma 551 2520. Þú getur líka sent þeim tölvupóst á bjarmahlid@bjarmahlid.is.

Bjarmahlíð á Akureyri hjálpar öllu fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi.

Þjónustan í Bjarmahlíð

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, óháð kyni. Þar er hægt að fá hjálp.

Lögreglan í Bjarmahlíð

Þegar lögreglan kemur í Bjarmahlíð og hittir þolendur er það fyrst og fremst til að veita þeim stuðning, öryggi og upplýsingar.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði
Hús Aflins á Akureyri

Aflið á Akureyri

Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.