Rannsóknir á netnotkun og netupplifun ungmenna á Íslandi í dag benda til þess að þau upplifi ýmislegt í hinum stafræna heimi sem er þeim ekki boðlegt. Stórt hlutfall barna hefur verið beðið um nektarmynd en slíkt er ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum. Það er áhyggjuefni hve mörg þeirra verða við beiðninni og senda af sér mynd sem síðan er auðvelt að deila áfram.

Hér má finna erindi þar sem ýmsir sérfræðingar fara yfir ráðleggingar til foreldra um stöðuna og hvernig þau geta brugðist við til að auka netöryggi barna sinna.

Ábendingalína Barnaheilla - til að tilkynna óæskilega hegðun á netinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Markmiðið er að vekja athygli almennings, lögreglu, löggjafans, netþjónustuaðila, barnaverndaryfirvalda og annarra á þætti netsins í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að axla ábyrgð í þessum málaflokki hérlendis og á alþjóðavettvangi.

Það sem börnin okkar sjá á netinu

Fjölmiðlanefnd fékk Menntavísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma víðtæka spurningakönnun meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land á vormánuðum árið 2021.

Hvað er stafrænt ofbeldi?

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er tiltölulega nýtt hugtak í umræðunni. Með því er átt við það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með, ógna, áreita eða niðurlægja aðra manneskju. Stafrænt kynferðisofbeldi snýr svo að því þegar tæknin er notuð til að tæla, áreita kynferðislega eða lokka aðra til að senda af sér kynferðislega mynd sem er svo send áfram.

Áskoranir stafrænna samskipta

Stafrænt uppeldi

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækni- og miðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun. Mikilvægt er að aðstoða börn þegar kemur að því að fóta sig á netinu. Finna þarf jafnvægi á milli ótal samskiptatóla og ótakmakaðs aðgengis. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar.

Klám og sexting

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Talaðu við börn um örugg netsamskipti

Kenndu börnum leiðir til að koma í veg fyrir stafræn brot og leiðir til að takast á við það ef það gerist.