Skipasjá sýnir íslensk skip á sjó umhverfis Ísland og berast upplýsingar í rauntíma frá Vaktstöð siglinga. Skipasjá er notendavæn og aðgengileg á vefsíðu hvaðan sem er og innskráning er með rafrænum skilríkjum.

Hægt er að fá aðgang að skipasjá með því að gerast áskrifandi hjá Neyðarlínunni. Hverri áskrift fylgja aðgangar fyrir allt að fimm einstaklinga. Til þess að gerast áskrifandi staðfestir áskrifandi samning þar sem fram kemur áskriftagjald og aðrir skilmálar um notkun.

Áskrifandi fyllir inn í samninginn nafn og kennitölu greiðanda. Hægt er að senda samninginn útfylltan og undirritaðan á skipasja@112.is eða senda í pósti til Neyðarlínunnar, Skógarhlíðar 14, 105 Reykjavík. Með samningi þarf að senda kennitölur þeirra einstaklinga sem eiga að hafa aðgang að Skipasjánni.

Samingur um áskrift að skipasjá

Meira um þjónustu við sjómenn