Beint í efni

Hjálp til sjálfshjálpar

Vopnabúrið er sérúrræði fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda þar sem tekið er m.a. á þáttum andlegs jafnt sem líkamlegs heilbrigðis skjólstæðinga. Þjónustan felur í sér ráðgjafa- og stuðningsviðtöl, meðferðarvinnu, líkamsrækt, tómstundir og félagslega virkni, talsmannsþjónustu, fræðslu og síðast en ekki síst endurgjöf til fagaðila.

Vopnabúrið býður upp á:

 • Hjólreiðar
 • Hestamennsku
 • Líkamsrækt af ýmsum toga
 • Akstursíþróttir
 • Hugleiðslu og jóga
 • Tónlistarvinnslu í stúdíói
 • Rafíþróttir
 • Pílukast
 • Bogfimi
 • Skák
 • Borðspil
 • Boltaíþróttir
 • Fræðslu og kynningar frá áhrifamiklum einstaklingum

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.