Neyðarstig - eldgos hafið á Reykjanesi

Talaðu við hjúkrunarfræðing

Þú getur alltaf talað við hjúkrunarfræðing á netinu gegnum netspjall Heilsuveru eða í síma 1700, óháð kyni, uppruna eða félagslegri stöðu.

Heilsugæslan þín hjálpar þér að finna aðstoð vegna ofbeldis eða annarra vandamála. Þar starfa læknar, hjúkrunafræðingar og sálfræðingar sem geta hjálpað þér. Á dagvinnutíma geturðu fengið að tala við hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða ljósmóður sem aðstoðar þig og vísar þér á viðeigandi aðstoð eftir þörfum. Þú getur annað hvort hringt eða farið á þína heilsugæslustöð.

Á Heilsuveru er hægt að sjá hver þín heilsugæslustöð er, bóka tíma hjá lækni og hægt að nálgast upplýsingar um allt varðandi heilsu, þar á meðal um ofbeldi. Hér má sjá kort með upplýsingum um allar heilbrigðisstofnanir á landinu til að finna þá sem er næst þér. Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni er læknir alltaf á vakt.

Ungmenni

Margar heilsugæslustöðvar eru með sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 20 ára. Þangað geta ungmenni leitað til að ræða um heilsu sína og líðan.

Þolendur kynferðisofbeldi

Heilsugæsla og heilbrigðisstofnanir út um allt land hafa sérstaka neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis fyrir þau sem ekki komast á neyðarmóttökur fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Reykjavík og Akureyri. Hægt er að fá aðstoð allan sólarhringinn.

Hjúkrunarfræðingar Heilsuveru veita þér ráðgjöf varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Heilsuvera

Á vef Heilsuveru er hægt að tala við hjúkrunarfræðing gegnum netspjall. Á vefnum eru upplýsingar um allt varðandi heilsu.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.