Neyðarstig - eldgos hafið á Reykjanesi

Stuðningur fyrir fjölskyldur

Börn og fjölskyldur þeirra geta fengið fjölbreyttan stuðning hjá félags- og velferðarþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til dæmis vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda, fötlunar, ofbeldis. Þú getur fengið félagslega ráðgjöf varðandi fjármál, húsnæði, uppeldi, skilnað, forsjár- og umgengnismál, ættleiðingar og fleira.

Flest sveitarfélög bjóða upp á öflugan stuðning við fjölskyldur sem þurfa á meiri aðstoð að halda, eins og heimsóknarþjónustu, aðstoð við heimilishald, tengsl við aðra þjónustuaðila, til dæmis skólayfirvöld og heilbrigðisstofnanir. Þessi úrræði ganga oft undir ýmsum nöfnum en heyra undir velferðarþjónustu hvers sveitarfélags.

Dæmi um úrræði sem boðið er upp á í sumum sveitarfélögum:

  • PMTO (Parent Management Training – Oregon aðferð) er meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Úrræðið hentar foreldrum á leik- og grunnskólaaldri. Þjónustan er veitt í ýmsum sveitarfélögum. Á vefsíðu Barnaverndarstofu má finna upplýsingar um hvert skal leita hjá hverju sveitarfélagi.
  • Samvinna eftir skilnað hentar foreldrum barna sem eru að skilja eða slíta sambúð og þeim sem hafa gengið í gegnum sambúðarslit og vilja bæta samskipti sín í þágu barnanna.

Hafðu samband við félags- eða velferðarþjónustu í því sveitarfélagi sem þú býrð í. Þú getur fundið upplýsingar um þitt sveitarfélag á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Íbúar í Reykjavík

Upplýsingar um stuðning í Reykjavík má finna á vef Reykjavíkurborgar. Þar er listi yfir miðstöðvar þar sem hægt er að panta viðtal við ráðgjafa á þinni miðstöð með síma eða tölvupósti. Ef þú ert ekki viss um hver þín þjónustumiðstöð er geturðu séð það á þessu korti. Þú getur líka hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar 4111111 til að fá meiri upplýsingar. Þar er opið frá 8:20 til 16:15.

Hafðu samband við þitt sveitarfélag til að fá stuðning.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Foreldrafræðsla

Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við í lífinu. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.