Áslaug

Áslaug er í stormasömu sambandi og er sífellt að segja manninum sínum hvað henni finnst ekki í lagi í samskiptum þeirra en hann fer sífellt yfir mörkin hennar. Eftir að hún varð ólétt hefur ástandið bara versnað. Hún er farin að forðast að tala um vissa hluti því þá verður hann bara reiður.

Áslaug veit vel að hún er enginn engill sjálf og hún gerir oft eitthvað sem hún veit að gerir hann reiðan. Áslaug hefur öskrað og ýtt við honum til baka til að komast úr ofbeldisaðstæðum. Hann hefur aldrei lamið hana en heldur henni stundum fastri og kastar hlutum.

Er þetta ofbeldi? Veldu svar: