
Birtingarmyndir mansals
Mansal getur verið allskonar og er oft mjög falið. Fólk á öllum stigum samfélagsins getur verið hagnýtt af öðrum, oftast í fjárhagslegum tilgangi.








Ef þú heldur að þú sért þolandi mansals, getur þú hafið samtal við 112 og fengið hjálp strax.
Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?
Skoða fleiri dæmi
Bella
Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Bella nýtur þess að passa börnin en þorir ekki að segja nei þegar hún er líka látin þjóna heimilisfólkinu og lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum þeirra.
Hún fær bara helming af vasapeningunum sem hún á að fá samkvæmt au-pair samningnum. Þegar Bella gerir athugasemd við þetta þá hótar fjölskyldan að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.
Er þetta ofbeldi?
Úrræði
Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf, hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.
