Neyðarstig - eldgos hafið á Reykjanesi

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.

Þema 112 dagsins að þessu sinni er öryggi á vatni og sjó og miðar að því að vekja fólk til vitundar um öryggi í og við vötn: í sundlaugum, náttúrubaðstöðum, við sjósundstaði, við hafnarveiðar og á sjó. Viðbragðsaðilar víðsvegar um landið taka þátt í 112 deginum í sinni heimabyggð. Á höfuðborgarsvæðinu verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Sjóminjasafninu, Granda og er allt svæðið í kring sömuleiðis virkjað í tilefni dagsins. Nánar má lesa um dagskrá dagsins hér fyrir neðan.

Dagur íslenska táknmálsins er einnig haldinn hátíðlegur þann 11.febrúar ár hvert og verður dagskráin kl.13-14 túlkuð á táknmáli.

Dagskrá 112 dagsins sunnudaginn 11. febrúar 2024 kl.13-14

Setning - Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Viðurkenning veitt nemendum í 3.bekk fyrir eldvarnargetraun LSOS

Verðlaunaafhending í Sexunni, stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7.bekk um stafrænt ofbeldi

Skyndihjálparmanneskja ársins 2023 - verðlaunaafhending

Ókeypis verður inn á Sjóminjasafnið í boði Neyðarlínunnar og Slysavarnadeildin í Reykjavík munu bjóða upp á rjúkandi heitar vöfflur og kaffi. Formleg dagskrá verður í sal Sjóminjasafnsins milli kl.13-14 auk þess sem við tengjum ýmsa aðila við daginn með kynningum í salnum og ratleik fyrir krakka. Utandyra munu Landhelgisgæslan, Landsbjörg og slökkviliðið sýna björgun úr sjó og síðdegis verður hægt að fara í skoðunarferðir í varðskipið Óðinn og Sæbjörgu, skólaskip Slysavarnaskóla Landsbjargar.

Vítt og breitt um landið munu viðbragðsaðilar fagna 112 deginum með skemmtilegri dagskrá, t.d. sameiginlega dagskrá viðbragðsaðila við Glerártorg á Akureyri og víðar. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með samfélagmiðlum og bæjarmiðlum í ykkar héraði og taka þátt í 112 deginum.

Skyndihjálparmanneskja ársins 2022

Svipmyndir frá 112 deginum 2023

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir samtal við 1-1-2?

Þegar maður þarf að hringja í 1-1-2 skiptir máli að halda ró sinni og segja fyrst hvar maður er - þannig kemst hjálp fyrr á staðinn. Í þessu gagnvirka myndbandi getur þú æft þig að tala við neyðarvörð og lært hvaða upplýsingar þurfa að koma fyrst.

Meira um Neyðarlínuna

Vissir þú að Neyðarlínan er samstarfsaðili fjölda aðila til að geta veitt fyrsta flokks neyðar- og öryggisþjónustu? Kynntu þér fjölbreytta starfsemi viðbragðsaðila okkar.

Manneskja æfir hjartahnoð á dúkku sem notuð er til að kenna fyrstu hjálp.

Friðrik neyðarvörður

Þorbjörg neyðarvörður

Elva neyðarvörður

Tómas aðstoðarframkvæmdastjóri